Á meðan starfshópur á vegum stjórnvalda hefur unnið að úrbótatillögum vegna rekstrarerfiðleika Íbúðalánasjóðs hefur stjórn og starfsfólk Íbúðalánasjóðs búið til eigin tillögur. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins er vonast til að hægt verði að kynna þær tillögur eftir um mánuð, þegar uppgjör Íbúðalánasjóðs (Íls) fyrir síðasta ár liggur fyrir. Heimildir blaðsins herma enn fremur að tillögurnar kveði meðal annars á um að útgefin skuldabréf Íls í framtíðinni verði uppgreiðanleg.

Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að ekki hafi verið rætt við forsvarsmenn lífeyrissjóða vegna málsins né hafi þeir rætt málið formlega innan sinna raða. Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur útgefinna skuldabréfa Íbúðalánasjóðs.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.