*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Innlent 1. september 2018 12:31

Boðar 20 tíma beint flug

Senn verður hægt að fljúga beint á milli London og Sydney gangi áform ástralska flugfélagsins Qantas Airways eftir.

Ritstjórn
Alan Joyce, forstjóri Qantas Airlines.
epa

Alan Joyce, forstjóri ástralska flugfélagsins Qantas Airways, fullyrðir að senn muni flugfélagið geta boðið upp á yfir tuttugu klukkustunda beint flug. Qantas hóf verkefnið Project Sunrise, á síðasta ári, þar sem félagið skoraði á flugvélaframleiðendurna Boeing og Airbus að finan leiðir til að geta flogið í áætlunarflugi með um 300 farþega í 20 tíma beinu flug. 

Joyce segist ánægður með þær hugmyndir sem Airbus og Boeing hafi lagt til og stefnir Qantas nú á að koma á beinu flugi frá Sydney til bæði London og New York frá og með árinu 2022. Áætlunarflug milli Sydney og London tæki ríflega 20 klukkustundir en um 17 klukkustundir að fljúga á milli New York og Sydney.

Qantas er með bæði Airbus A350 og Boeing 777X til skoðunar að því er Bloomberg greinir frá. Joyce segir stefnt að því að panta vélar strax á næsta ári.

Í október mun Singapore Airlines taka fram úr Qatar Airways sem það flugfélag sem býður upp á lengsta áætlunarflugið. Singapore Airlines mun þá hefja á ný beint áætlunarflug á milli New York og Singapúr sem taka mun um 19 klukkustundir en í dag er áætlunarflug Qatar Airways milli Doha í Katar og Auckland á Nýja Sjálandi það lengsta í heimi.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is