Eigendur bresku bókaforlaganna Random House og Penguin hafa náð samkomulagi um að setja þær undir merki Penguin Random House. Þýski afþreyinga- og útgáfurisinn Bertelsmann, sem á Random House, mun eignast 53% hlut í félaginu á móti Pearson, eiganda Penguin. Að sama skapi mun Markus Dohle, forstjóri Random House halda forstjórastólnum á meðan John Makings, kollegi hans hjá Penguin, tekur stól stjórnarformanns. Samruninn er lokahnykkurinn á viðræðum í þessa átt sem staðið hafa yfir um nokkurra mánaða skeið.

Breska viðskiptadagblaðið Financial Times segir sameigingu forlaganna ætlað að styrkja þau, s.s. í útgáfu rafbóka. Þá er horft til þess að hagræða í rekstri með því að samnýta dreifingu.

Búist er við að samruna forlaganna ljúki á seinni hluta næsta árs.