Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir.
Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Tilboð á metsölubókum Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur eru á meðal þeirra sem Neytendastofa skoðaði.

Neytendastofa hefur gert Eymundsson, Krónunni, Nettó, Office 1 og Hagkaup gert að greiða hvert og eitt hálfa milljón króna í stjórnvaldssekt vegna tilboða á bókum. Samtals gera stjórnvaldssektirnar 2,5 milljónir króna.

Á umfjöllun Neytendastofu kemur fram að fyrir síðustu jól hafi verslanirnar kynnt ýmsar bækur á tilboðsverði. Þar á meðal eru bækurnar Heilræði Gillz, Sagan sem varð að segja, Einvígið, sem er eftir Arnald Indriðason, Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur og fleiri bækur.

Neytendastofa fór fram á að fyrirtækin sönnuðu að bækurnar hafi verið seldar á því verði sem auglýst var sem fyrra verð eins og útsölureglur gera kröfu um. Nettó, Office 1 og Krónan hafi ekki getað sýnt fram á að bækurnar hafi verið seldar á því verði. Það gátu hins vegar Hagkaup og Eymundsson gert. Þrátt fyrir það taldi Neytendastofa tilboð Hagkaups og Eymundsson ekki fela í sér raunverulega verðlækkun og að fyrirtækin hafi blekkt neytendur með villandi upplýsingum um verðlækkunina.

Þá segir í ákvörðun Neytendastofu að í tilviki Hagkaups hafi komið í ljós að tilgreint fyrra verð var ekki það verð sem bækurnar voru síðast seldar á. Að auki voru verðbreytingar hjá Hagkaup og Eymundsson svo örar, bæði fyrir og eftir tilboðin, að Neytendastofa leit svo á að bækurnar hafi ekki myndað verð sem talist gæti fyrra verð og afsláttur reiknast af.

Ákvarðanir Neytendastofu má lesa hér .