Þegar kostnaði við uppihald ferðamannsins er deilt niður á sólarstundir kemur í ljós að hver klukkutími af sól kostar minnst á grísku eyjunni Rhodos. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sænskra bankamanna sem Túristi greinir frá .

Þar kemur fram að reiknað hafi verið út hvað uppihaldið kostar á þrjátíu vinsælum ferðamannastöðum víðs vegar um heiminn og kostnaðinum deilt á fjölda sólarstunda á hverjum og einum þeirra. Eins og fyrr segir er sólarstundin ódýrust á Rhodos en hins vegar er hún dýrust í New York í Bandaríkjunum.

Aðrar ódýrar borgir eru Varna í Búlgaríu, Larnaca á Kýpur, Antalya á Tyrklandi og Las Palmas á Spáni. Dýrustu borgirnar á eftir New York eru hins vegar San Francisco í Bandaríkjunum, Brighton í Bretlandi, Cancun í Mexíkó og Rio de Janeiro í Brasilíu.

Listann má sjá í heild sinni á vef Túrista.