Borgarbyggð hefur selt Reykjavíkurborg 0,7044% hlut í Faxaflóahöfnum til þess að eiga fyrir sínum hluta í láni til Orkuveitunnar. Fréttastofa RÚV greindi frá sölunni.

Borgarbyggð átti fyrir um 4,84% hlut en Reykjavíkurborg 75%. Í tengslum við aðgerðaáætlun OR samþykktu eigendur að veita félaginu 8 milljarða króna lán í apríl 2011 og 4 milljarða árið 2013. Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður hafa þegar greitt sinn hluta fyrra lánsins, samtals 7.925 milljónir króna. Borgarbyggð hafði ekki greitt sinn hluta, samtals 75 milljónir króna. Sveitarfélagið er afar skuldsett og var því ákveðið að selja hlut í Faxaflóahöfnum til þess að eiga fyrir lánveitingunni.