*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Innlent 7. febrúar 2014 10:04

Borgarfulltrúum verður fjölgað eftir næstu kosningar

Borgarfulltrúar eru nú 15. Eftir næstu sveitarstjórnarkosningar verða þeir 23 til 31.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samþykkt var á fundi borgarstjórnar í Reykjavíkur í vikunni að borgarfulltrúar verði 23 til 31 árið 2018. Þetta þýðir að næstu kosningar eru þær síðustu í borginni þar sem borgarfulltrúar verða „aðeins“ 15 talsins.

Samþykktin er í samræmi við tillögu forsætisnefndar sem beint var til borgarstjórnar á fundi nefndarinnar 31. janúar síðastliðinn. 

Tillagan, sem var samþykkt með 15 atkvæðum, hljóðaði orðrétt:

„Í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er ákvæði í 11. gr. um fjölda fulltrúa í sveitarstjórn. Þar kemur m.a. fram að í sveitarfélögum þar sem íbúar eru 100.000 eða fleiri skal fjöldi fulltrúa vera 23-31. Samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar nr. 715/2013 er borgarstjórn Reykjavíkur skipuð 15 borgarfulltrúum. Í fyrsta ákvæði til bráðabirgða í sveitarstjórnarlögunum kemur fram að ekki er skylt að breyta fulltrúafjölda í sveitarstjórn fyrr en við aðrar almennar kosningar til sveitarstjórna frá gildistöku laganna.“