Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í dag að olíufélagið BP fengi ekki að áfrýja skaðabótamáli á hendur félaginu vegna olíuleka á ábyrgð þess við Mexikóflóa árið 2010.

Þá verður BP líklega gert að greiða töluvert hærri upphæð í skaðabætur en félagið hafði gert ráð fyrir í sínum bókum árið 2012. Þá gerði olíufélagið ráð fyrir að greiða allt að 9,7 milljarða bandaríkjadollara vegna olíulekans. Gengi hlutabréfa félagsins hefur fallið töluvert frá því að tilkynnt var um úrskurðinn en lækkandi olíuverð upp á síðkastið hefur þegar haft töluverð áhrif á markaðsvirði BP.

Nánar er fjallað um málið á vef Financial Times.