Olíurisinn BP mun leggja þrjá milljarða Bandaríkjadala (211 milljarða króna) í endurskipulagninu olíuvinnslustöðvar fyrirtækisins í Whiting til að geta tekið við meira magni hráolíu frá Kanada. Með endurskipulagninunni verður hægt að auka bensín- og dísilolíuframleiðslu um 15%. Í dag getur vinnslustöðin tekið við 410 þúsund olíufötum á dag og kemur um 20% af þeirri olíu frá Kanada.