Kjötkveðjuhátíð í Ríó
Kjötkveðjuhátíð í Ríó
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Brasilíubúar eru eftirsóttustu ferðamennirnir í New York enda eyða þeir mest allra þar í borg.

Um 700 þúsund Brasilíubúar hafa heimsótt New York í ár sem er tvisvar sinnum fleiri en árið 2009. Í fyrra eyddu Brasilíumenn 1,63 milljörðum Bandaríkjadala í New York eða tæplega 20 þúsund milljörðum króna.

Fjöldi ferðalanga frá Brasilíu sýnir glögglega vöxtinn í landinu sem hefur breyst úr fátæku land í það að vera sjöunda stærsti ríki heims sé miðað við þjóðarframleiðslu.

Samkvæmt viðmælendum Wall Street Journal eru miklar væntingar til þess að brasilískum ferðamönnum fjölgi enn frekar á komandi árum.

New York
New York
© Gísli Freyr Valdórsson (VB MYND/GFV)