Hlutabréf í Alibaba Group Holding lækkuðu í gær um 4,3% á hlutabréfamarkaði í New York.

Fyrirtækið aflaði 25 milljarða bandaríkjadollara í hlutafjárútboði sínu á bandarískum markaði á föstudag og sló þá met sem söluhæsta útboð sögunnar. Verð hlutanna hækkaði um 38% á fyrsta viðskiptadeginum og við lok dags var verð á hlut 93,89 dollarar. Í gær endaði gengi bréfanna í 89,9 dollurum á hlut.