Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 0,99% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.123,76 stigum. Miklu munaði um 7,69% lækkun á hlutabréfum Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, en ársfjórðungsuppfjör félagsins olli vonbrigðum á markaði. Þá lækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,98% og bréfa Marels um 0,74%.

Bréf Regins hækkuðu um 0,81% í dag og bréf Haga um 0,17%. Velta á hlutabréfamarkaði nam 1,1 milljarði króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,17% í viðskiptum dagins. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,22% og sá óverðtryggði um 0,03%. Velta á skuldabréfamarkaði nam 4,6 milljörðum króna og voru viðskipti með verðtryggð bréf þar af 3,4 milljarðar.