Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 0,78% í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta gengishækkunin á hlutabréfamarkaði í dag. Velta með hlutabréfin nam 153 milljónum króna. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,45%, HB Granda og Sjóvár um 0,33%, Össurar um 0,31% og Icelandair Group um 0,28%.

Á hinn bóginn lækkaði gengi bréfa fasteignafélagsins Regins um 0,64%, VÍS um 0,60% og N1 um 0,27%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24% og endaði hún í 1.153 stigum. Heildarvelta með hlutabréf nam tæpum 506 milljónum króna. Það er með minna móti í vikunni en til samanburðar nam veltan næstum 1,9 milljörðum króna í gær.