Gengi bréfa í Icelandair Group féll um 4,35% í Kauphöllinni í dag. Velta með bréfin nam 758 milljónum króna. Eins og VB.is greindi frá fyrr í dag er líklegast hægt að rekja lækkunina til eldsumbrota undir Bárðarbungu og hættu á eldgosi.

Þau félög sem lækkuðu mest á hlutabréfamarkaði í dag, auk Icelandair Group, eru Vodafone um 1,94%, HB Grandi um 1% og Marel um 0,97%.

Á hinn bóginn hækkuðu einungis tvö félög lítillega. Bréf N1 hækkuðu um 0,3% og Eimskipa um 0,22%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,73% og stendur í lok dags í 1.129,98 stigum.