Breska ríkisstjórnin hirti 40% fjármagnstekjuskatt af Icesave reikningunum í Bretlandi en hundsaði eigi að síður nokkra ábyrgð á reikningunum. Á þetta bendir Ársæll Valfells, lektor við HÍ, í grein sem hann birtir í Forbes viðskiptatímaritinu.

Í greininni rekur Ársæll stuttlega deiluna um Icesave og bendir á að það hafi verið breska ríkisstjórnin en ekki sú íslenska sem naut fjármagnstekjuskatt af reikningunum. Þannig hafi breska stjórnin hirt tekjurnar en látið íslenska ríkið um áhættuna. Einnig bendir hann á að sjónarmið Breta hafi verið önnur í deili við yfirvöld á Ermasundseyjunum Mön og Guernsey þar sem breska ríkisstjórnin neitaði að ábyrgjast innistæður breskra útibúa, meðal annars vegna þess að þeir hefðu ekki notið tekna af þeim.