Björgólfur Thor Björgólfsson er í 350. sæti yfir ríkustu menn heims, samkvæmt vefsíðu bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Tímaritið segir Björgólf Thor vera breskan fjárfesti, samkvæmt búsetu, en ekki íslenskan.

Björgólfur Thor, sem var fyrsti Íslendingurinn til að komast á lista hjá Forbes, var áður í 488. sæti og stekkur því upp um 138 sæti.

Forbes telur að heildareignir Björgólfs Thors nemi 2,2 milljörðum Bandaríkjadala, sem samsvarar rúmlega 150 milljörðum íslenkra króna, samanborið við 1,4 milljarða Bandaríkjadala á síðasta ári.

Ef marka má útreikninga Forbes hefur Björgólfur Thor auðgast um 800 milljónir Bandaríkjadala á einu ári.

Eins og áður er Bill Gates, aðaleigandi og stjórnarformaður Microsoft, talinn auðugasti marður heims og eru eignir hans metnar á 50 milljarða dollara. Warren Buffett er í öðru sæti.

Listi Forbes (25 efstu):

Rank Name Citizenship Age Net Worth ($bil) Residence

1 William Gates III United States 50 50.0 United States
2 Warren Buffett United States 75 42.0 United States
3 Carlos Slim Helu Mexico 66 30.0 Mexico
4 Ingvar Kamprad Sweden 79 28.0 Switzerland
5 Lakshmi Mittal India 55 23.5 United Kingdom
6 Paul Allen United States 53 22.0 United States
7 Bernard Arnault France 57 21.5 France
8 Prince Alwaleed Bin Talal Alsaud Saudi Arabia 49 20.0 Saudi Arabia
9 Kenneth Thomson & family Canada 82 19.6 Canada
10 Li Ka-shing Hong Kong 77 18.8 Hong Kong
11 Roman Abramovich Russia 39 18.2 United Kingdom
12 Michael Dell United States 41 17.1 United States
13 Karl Albrecht Germany 86 17.0 Germany
14 Sheldon Adelson United States 72 16.1 United States
15 Liliane Bettencourt France 83 16.0 France
15 Lawrence Ellison United States 61 16.0 United States
17 Christy Walton United States 51 15.9 United States
17 Jim Walton United States 58 15.9 United States
19 S Robson Walton United States 62 15.8 United States
20 Alice Walton United States 56 15.7 United States
21 Helen Walton United States 86 15.6 United States
22 Theo Albrecht Germany 83 15.2 Germany
23 Amancio Ortega Spain 70 14.8 Spain
24 Steven Ballmer United States 50 13.6 United States
25 Azim Premji India 60 13.3 India