*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 16. júlí 2016 10:10

Bretar ekki enn sannfærðir um sæstreng

Bresk stjórnvöld gerðu athugasemdir við vissa þætti í greiningu Kviku og Pöyry á sæstreng sem gerð var opinber á dögunum.

Ólafur Heiðar Helgason
Aðrir ljósmyndarar

Rúmlega þriðjungur þeirrar orkuvinnslu sem kæmi til vegna raforkusæstrengs til Bretlands myndi koma frá vindorkuverum samkvæmt miðspá greiningar Pöyry og Kviku um sæstreng sem birt var á dögunum. Því er spáð að vindaflsvirkjanir muni hafa 550 megavött af uppsettu afli árið 2035 ef af sæstrengnum verður.

Fulltrúar breskra stjórnvalda fengu kynningu á greiningunni í London í febrúar. Að því er fram kemur í fundargerðum verkefnisstjórnar um sæstreng, sem gerðar hafa verið opinberlegar, kom það fulltrúum Breta á óvart hversu mikið vægi vindorkuver höfðu í forsendum greiningar Kviku og Pöyry.

Fulltrúar Breta komu því á framfæri í kjölfarið að það væri ekki jákvætt hversu mikil áhersla er á vindorku í forsendum verkefnisins, meðal annars þar sem Bretar hafa frekar áhuga á jafnri raforkuframleiðslu en slitróttri orkukostum á borð við vindorku. Þá hyggjast bresk stjórnvöld draga úr styrkveitingum til endurnýjanlegrar orkuvinnslu eftir því sem tæknilegar lausnir eru orðnar hagkvæmar og geta staðið á eigin fótum, en vindorka á landi er nú orðin vel samkeppnishæf við aðra orkukosti í Evrópu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Sæstrengur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is