Fjallað var um kosti þess að fjárfesta í fasteignum á Íslandi í sérblaði Sunday Times þann 8. apríl síðastliðinn. Meðal annars er þar rætt við Breta sem árið 2010 keypti eign á Flateyri og vill nú hvergi annars staðar vera.

Hann bendir á kosti þess að fjárfesta í sumarhúsum hér á Íslandi. Með vaxandi ferðamannaiðnaði sé flugframboð sífellt meira og ekki skemmi slæmt gengi krónunnar og lágt fasteignaverð fyrir. Þá er því bætt við að margir séu ákafir að selja og taki lágum tilboðum enda sligaðir af verðtryggðum fasteignalánum.

Nánar er fjallað um fjárfestingaleið Seðlabankans og fasteignakaup á Íslandi í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.