James Daley dalkahöfundur hjá The Independent veltir því fyrir sér í grein í blaðinu í gær hver beri ábyrgð á íslenska bankahruninu.

Hann segist í fyrstu hafa verið ánægður með viðbrögð breskra stjórnvalda og trúað þeim fullyrðingum að Íslendingar hygðust ekki greiða og því talið aðgerðirnar nauðsynlegar til að tryggja hag innistæðueigenda.

Nú þegar frekari upplýsingar liggi fyrir hafi vaknað efasemdir um aðgerðirnar sem hafi óhjákvæmilega leitt til hruns bankana.

Daley nefnir sérstaklega áhrifin á þá Breta sem áttu reikninga á Ermasundseyjunum þar sem augljóslega sé engin til að tryggja innistæður þeirra. Þetta fólk sérstaklega hljóti að vera reitt breskum stjórnvöldum þar staða þess sé augljóslega miklu verri en ella.

Hann telur að ef það komi á daginn, að aðgerðir stjórnvalda hafi kallað tjón yfir það, hljóti það að leita réttar síns gagnvart ríkinu með málaferlum.