*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Erlent 14. júlí 2015 15:09

Bretar neyddir til að hjálpa Grikklandi

Bretar, sem áður höfðu samið um að greiða ekki upp í neyðarlán Evrópusambandsins, þurfa nú að borga milljarð punda.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Bretum verður gert að greiða nálægt milljarði breskra punda í neyðarlán til Grikklands. Bretar hafa hingað til neitað að taka þátt í björgunaráætluninni fyrir Grikkland en Jean-Claude Juncker forseti framkvæmdastjórn Evrópu hefur nú rift samningnum sem átti að koma í veg fyrir að breskir skattgreiðendur tækju þátt í björgunaráætlunum. Þessu greinir the Telegraph frá. 

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands reyndi í dag að berjast gegn áætlunum Evrópusambandsins um að bjarga Grikklandi frá fjármálahruni.

David Cameron hefur lofað á breska þinginu að vegna fyrri samningsins þurfi Bretland ekki að taka þátt í neyðarláninu og hefur notað það sem sönnun þess að hann geti endursamið um skilmála Bretlands innan sambandsins. Talsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar ekkert að marka þann samning.

Bretland greiðir í kringum 14% af fjárhagsáætlun Evrópusambandsins, sem þýðir að ef Grikkir fá neyðarlán upp á 8,6 milljarða evra þurfi Bretar að borga í kringum 850 milljón pund í sjóðinn og eru litlar líkur á endurgreiðslu frá Grikkjum. 

Kosið verður um það á næsta ári hvort Bretland verði áfram í Evrópusambandinu og gæti þessi þvingun Evrópusambandsins spilað stórt þar inn.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is