Vinsældir smáskilaboða aukast í sífell í Bretlandi, en í hverri viku senda Bretar 1,4 milljarða slíkra skeyta.

Fjöldi smáskilaboða sem sendur var í maí var 30% meiri en í sama mánuði árið 2007. Notkun mynd- og vídjóskilaboða jókst einnig, auk notkunar internets í farsímum.

Þetta er byggt á upplýsingum frá Mobile Data Association í Bretlandi.

Tíu milljónir myndskilaboða eru send í hverri viku í Bretlandi og virðast þau að einhverju leyti leysa af póstkort þegar fólk er í fríi.