Um 12% stjórnarmanna í Bretlandi eru konur. Þetta kemur fram í gögnum frá Cranfield viðskiptaskólanum og vefur Guardian greinir frá. Að mati Mervyn Davies sem var viðskiptaráðherra í stjórn Gordon Brown kemur til greina að skylda stærstu fyrirtæki landsins til að tryggja visst hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja. Nefnir hann 30-40% og hægt væri að miða við 100 stærstu fyrirtækin í FTSE vísitölunni.