Fjöldi veittra fasteignalána hefur aldrei verið færri í Bretlandi frá því að mælingar hófust að því er fram kemur á vef breska blaðsins The Daily Telegraph.

Samkvæmt upplýsingum frá Englandabanka dróst fjöldi veittra fasteignalána saman um 70% milli ára í júlí síðastliðnum þegar um 33 þúsund lán voru veitt en á sama tíma árið 2007 voru veitt tæplega 115 þúsund lán.

Þá hefur fjöldi endurfjármögnunarlána einnig dregist nokkuð saman en í júlí fækkaði þeim um 14% milli mánaða.

Að sögn Daily Telegraph koma þessar tölur í kjölfar þess að húsnæðisverð fer nú hríðlækkandi í Bretlandi. Húsnæðisverð hefur nú lækkaði um 10,5% milli ára og hefur að sögn blaðsins ekki lækkað jafn hratt í tæplega 20 ár.