Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir því að efnahagur Bretlands muni fari verst úr COVID, á meðal þróaðra ríkja, en stofnunin spáir 11,5% samdrætti í Bretlandi. Ef önnur bylgja af faraldrinum mun geysa yfir gæti samdrátturinn numið 14%.

Enn fremur er greint frá því að margar þjóðir kunna að hafa tapað um fimm ára tekjuvexti vegna faraldursins. Sagt er frá á vef BBC.

Litið er á tvær sviðsmyndir. Annars vegar að faraldurinn muni hægt og rólega dragast saman og hins vegar að önnur bylgja af faraldrinum muni spretta upp.

Í hvorugri sviðsmynd býst stofnunin við hraðri endurkomu, í besta falli mun núverandi niðursveiflu vera mætt með hægum uppgangi. Í versta falli verður niðursveiflan talsvert dýpri þar sem Frakkland og Spánn gætu orðið fyrir meiri efnahagslegum áhrifum en Bretland.

Í dekkri sviðsmyndinni gerir stofnunin ráð fyrir að hagvöxtur muni dragast saman um 7,6% á heimsvísu árið 2020. Það er talsvert svartsýnni spá en hjá öðrum opinberum stofnunum svo sem hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) og Alþjóðabankanum (World Bank).