Bankar í Bretlandi lækkuðu ekki vexti á húsnæðislánum til viðskiptavina sinna, þrátt fyrir metlækkanir í stýrivöxtum í síðasta mánuði. En þeir lækkuðu vexti á sparnaðarreikningum. Þetta kemur fram á vef Financial Times og er byggt á gögnum frá Englandsbanka.

Þar segir að þrátt fyrir að Englandsbanki hafi lækkað vexti um heilt prósentustig í byrjun desember hafi vextir af húsnæðislánum til viðskiptavina einungis verið lækkaðir um hluta af því.

Sparifjáreigendur hins vegar sáu vexti lækka um meira en sem nemur lækkun Englandsbanka.

Vextir á algengustu tegund húsnæðislána í Bretlandi, sem felur í sér 25% útborgun, lækkuðu úr 5,1% í 4,79% í nóvember sl., samkvæmt könnun Englandsbanka.