Nasdaq hefur tilkynnt niðurstöður endurskoðunar á Úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland (Kauphallarinnar) sem gerð er tvisvar á ári. Ein breyting verður gerð á samsetningunni og mun Eimskipafélag Íslands koma nýtt inn í vísitöluna í stað Sjóvá-Almennra trygginga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq Nordic.

Úrvalsvísitala Nasdaq Iceland er samsett af þeim átta félögum sem hafa mestan seljanleika í Kauphöllinni. Vægi félaga í vísitölunni ræðst af flotleiðréttu markaðsvirði, sem þýðir að einungis það hlutafé sem ætla má að myndi grunn að virkum viðskiptum í Kauphöllinni er hluti af vísitölunni.

Samsetning vísitölunnar frá og með 2. janúar 2015 verður eftirfarandi:

  • Eimskipafélag Íslands hf.
  • Hagar hf.
  • HB Grandi hf.
  • Icelandair Group hf.
  • Marel hf.
  • N1 hf.
  • Tryggingamiðstöðin hf.
  • Vátryggingafélag Íslands hf.