Sigurður Harðarson hefur  verið ráðinn framkvæmdastjóri Capacent Fyrirtækjaráðgjafar, áður Capacent Glacier. Hann hefur starfað hjá Capacent við rekstrar- og fjármálaráðgjöf frá árinu 2001. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Bjarnasyni, sem hefur hafið störf hjá Landsvirkjun.

Samhliða þessum breytingum hafa orðið nokkrar breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins samkvæmt fréttatilkynningu. Capacent á Íslandi hefur ásamt hópi starfsmanna Capacent Fyrirtækjaráðgjafar, þeim Sigurði Harðarsyni, Brynju Þorbjörnsdóttur, Hermanni Baldurssyni, Sigurði Jóni Björnssyni  og Sturlu Geirssyni,  keypt alla hluti í fyrirtækinu.

Í framhaldi þessara breytinga hyggst félagið leggja aukna áherslu á íslenska markaðinn en alþjóðlegur hluti félagsins gengur inn í Glacier í New York. Capacent mun áfram eiga samstarf um alþjóðleg verkefni við Glacier en báðir aðilar telja

„Rekstur félagsins hefur gengið vel og félagið skilaði hagnaði á síðasta ári. Capacent hefur þegar skipað sér í röð fremstu fyrirtækja í fjárfestingaráðgjöf á Íslandi. Engar breytingar verða á þessu. Við teljum mikil sóknarfæri framundan í fjárfestingar- og umbreytingarverkefnum,“ er haft eftir Sigurði Harðarsyni í fréttatilkynningu.

Sigurður Harðarson, sem verið hefur meðeigandi í Capacent í nokkur ár, hefur starfað við fjármála- og rekstrarráðgjöf hjá Capacent frá árinu 2001.  Sigurður er með MBA gráðu frá London Business School og próf í verðbréfamiðlun.

Capacent Fyrirtækjaráðgjöf var stofnuð í mars 2009.  Félagið hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki frá Fjármálaeftirlitinu og hefur komið að margvíslegum verkefnum á sviði fjárfestingaráðgjafar, verðmatsvinnu og umbreytingu fyrirtækja.