Fjallað er um gjaldeyrishöftin á Íslandi í viðskiptahluta breska blaðsins The Times. Þar er vikið að fréttum af því að þingmenn á Al­þingi vilji herða reglur um kaup erlendra aðila á fasteignum á Ís­landi eða jafnvel banna þau. Ti­mes vandar þess­um þingmönnum ekki kveðjurnar heldur segir hug­myndir sem þess­ar brjálaðar og leggur frekar til að hraðað verði gjaldeyrisút­boðum Seðlabankans til að auðvelda erlendum krónueigendum að komast úr landi.

Reynslan af gjaldeyrishöftum sýni að eft­ir því sem erfiðara er fyrir erlent fjármagn að fara úr landi því ólíklegra er að það komi nýtt erlent fjármagn inn í það.