Eflaust vilja margir spara bæði tíma og peninga í lífi sínu. Hins vegar virðist þetta tvennt gjarnan koma á kostnað hvors annars.

Þannig byrjar umfjöllun fjármál einstaklinga á vef MSNBC þar sem fjallað er um 10 atriði sem einstaklingar ættu aldrei að kaupa sér. Á fyrrnefndum vef er dálkurinn Wallet Pop sem nýtur mikilla vinsælda en þar eru gjarnan gefin ráð um það hvernig einstaklingar geta sparað sér pening.

Ef tekið er dæmi af vefnum, þá kosta þægindin augljóslega sitt. Það er til dæmis mjög þægilegt að fá sér súkkulaðistykki úr minibar hótela. Hins vegar er mun ódýrara að hafa fyrir því að ganga út í næstu sjoppu og kaupa súkkulaðistykki þar í ljós þess hve mikil álagning er á vörum í minibar hótel.

Hér er listi yfir 10 atriði með „brjálæðislegri“ álagningu eins og það er orðað á vef MSNBC. Rétt er að taka fram að hér er miðað við verðlag í Bandaríkjunum en þessi atriði ættu engu að síður að vekja alla neytendur til umhugsunar.

  1. SMS skilaboð  - álagning: 6.000%
  2. Vatn í flösku – álagning: 4.000%
  3. Poppkorn í bíóhúsum – álagning: 1.275%
  4. Vörumerkt lyf – álagning: 200 – 3.000%
  5. Minibar hótela – álagning: 400%
  6. Kaffi (á kaffihúsum) – álagning: 300%
  7. Vín (á veitingastöðum) – álagning: 300%
  8. Kveðjukort – álagning: 200%
  9. Herbergisþjónusta á hóteli – álagning: 200%
  10. Niðurskorið grænmeti – álagning: 40%

Sjá nánar á vef MSNBC