*

laugardagur, 30. maí 2020
Innlent 29. desember 2019 12:03

Bros hagnaðist um 10 milljónir

Hagnaður dróst saman um 15 milljónir á milli rekstrarára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bros auglýsingavörur ehf. skiluðu 10 milljóna króna hagnaði árið 2018 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu 422 milljónum króna og jukust um 6 milljónir milli ára.

Launakostnaður nam 148 milljónum og lækkaði um 2 milljónir en launahlutfall var 35,1% og lækkaði um 1 prósentustig frá fyrra ári. EBITDA ársins nam 22 milljónum króna og lækkaði um 20 milljónir og það sama átti við um rekstarhagnað sem nam 19 milljónum króna á árinu.

Eignir félagsins námu 90 milljónum króna í árslok og lækkuðu um 5 milljónir milli ára. Skuldir í árslok námu 124 milljónum og var eigið fé því neikvætt um 34 milljónir í lok ársins. Skuldir félagsins lækkuðu þó um 14 milljónir milli ára.

Eigendur Bros eru Jóhannes A. Larsen með 50% hlut og Rannveig Guðjónsdóttir og Sturlaugur Þór Halldórsson eiga hvor fyrir sig 25% hlut.

Stikkorð: Uppgjör Bros