Bros auglýsingavörur ehf. skiluðu 10 milljóna króna hagnaði árið 2018 samanborið við 25 milljóna króna hagnað árið áður. Tekjur félagsins námu 422 milljónum króna og jukust um 6 milljónir milli ára.

Launakostnaður nam 148 milljónum og lækkaði um 2 milljónir en launahlutfall var 35,1% og lækkaði um 1 prósentustig frá fyrra ári. EBITDA ársins nam 22 milljónum króna og lækkaði um 20 milljónir og það sama átti við um rekstarhagnað sem nam 19 milljónum króna á árinu.

Eignir félagsins námu 90 milljónum króna í árslok og lækkuðu um 5 milljónir milli ára. Skuldir í árslok námu 124 milljónum og var eigið fé því neikvætt um 34 milljónir í lok ársins. Skuldir félagsins lækkuðu þó um 14 milljónir milli ára.

Eigendur Bros eru Jóhannes A. Larsen með 50% hlut og Rannveig Guðjónsdóttir og Sturlaugur Þór Halldórsson eiga hvor fyrir sig 25% hlut.