Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ræddi við Geir Haarde, forsætisráðherra, í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í frétt Dow Jones-fréttaveitunnar um væntanlegan fund breska forsætisráðherrans með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, síðar í dag.

Haft er eftir talsmanni Brown að auk Geirs hafi forsætisráðherrann rætt við Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra Evrópu og Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Gengi hlutabréfa hefur fallið mikið í Evrópu í morgun á meðan beðið er viðbragða einstakra stjórnvalda eða Evrópusambandsins við því grafalvarlega ástandi sem nú er komið upp á mörkuðum.

Brown mun fund með Merkel um útspil þýsku ríkisstjórnarinnar um helgina, en þá tryggðu stjórnvöld í Berlin allt sparifé einstaklinga í landinu.