Starfsemi Brúðheima hefur verið hætt vegna forsendubrests. Þetta kemur fram á vef Skessuhorn sem vitnar í tilkyningu frá eigendum Brúðheima, Bernd Ogrodnik og Hildi M Jónsdóttur. Þau nefnda að reksturinn hafi ekki fengið opinbera styrki eins og reiknað hafi verið með.

Þótt Brúðuheimar loki í Borgarnesi þá muni starfsemin ekki stöðvast. Hafa þau gengið frá samningi við Þjóðleikhúsið og verða sýningar þeirra framvegis þar. Sýningin Gamli maðurinn og hafið sem áætlað var að frumsýna í leikhúsi Brúðuheima á vormánuðum, verður þess í stað frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Þjóðleikhúsið 20. maí næstkomandi. Í haust flyst Gilitrutt sjálf í höfuðborgina þar sem hún mun trampa um á sviði Þjóðleikhússins, vonandi til ánægju fyrir fjölda fólks eins og hún hefur gert í leikhúsi Brúðuheima fyrir mikinn fjölda gesta og Aladín mun væntanlega fljúga á sínu töfrateppi yfir sviðinu á vormánuðum 2013.