*

föstudagur, 5. júní 2020
Fólk 16. desember 2018 14:05

Brynja nýr framkvæmdastjóri Alvogen

Brynja Dís Sólmundsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Alvogen á Íslandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Brynja Dís Sólmundsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Alvogen á Íslandi og mun þannig sjá um markaðssetningu lyfja fyrirtækisins hér á landi.

Brynja er lyfjafræðingur frá HÍ og hefur starfað hjá Alvogen frá árinu 2012 sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar en þar áður starfaði hún sem lyfjafræðingur hjá Lyfjaval og verkefnastjóri hjá Actavis.

Stikkorð: Alvogen