Áning-fjárfestingar, félag í eigu Benedikts Jóhannessonar, stjórnarformanns Nýherja, og Þórðar Sverrisonar forstjóra, hafa keypt í fyrir um 5,3 milljónir í Nýherja, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Um er að ræða 320.000 hluti keypta á gengingu 15,9 og 13.954 hluti keypta á genginu 15,8.

Áning-fjárfestingar á 32.683.904 hluti í Nýherja eftir viðskiptin. Benedikt Jóhannesson 11.773.240 hluti í Nýherja og Þórður Sverrisson á 5.289.887 hluti.

Samkvæmt hluthafaskrá eru þetta tíu stærstu hluthafa Nýherja:

Vogun, 27,33%
Áning-fjárfestingar, 13,04%
Nýherji 9,99%
Gildruklettar, 8,44%
Fiskveiðahlutafélagið Venus, 4,92%
Benedikt Jóhannesson, 4,75%
BNT, 4,03%
Benedikt Sveinsson, 3,75%
Den Danske Bank A/S, 3,45%
Audur Invest Holding SA, 2,21%