Fréttavefnum Smugunni var lokað í gær þar sem stærstu eigendurnir, Vinstrihreyfingin - grænt framboð (VG), Lilja Skaftadóttir og fleiri hafa dregið sig út úr rekstrinum, að því er fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Þar segir að útgáfufélagið með ritstjórann Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur í fararbroddi leiti nú fjármagns, s.s. í formi áskrifta til að halda rekstrinum áfram.

Stærstu eigendur Smugunnar áttu samtals 64 hlut í rekstrinum samkvæmt hluthafaskrá . VG var stærsti hluthafi Smugunnar með rétt rúman 40% hlut en Lilja Skaftadóttir átti tæp 24%.

Á forsíðu Smugunnar segir að áskrifendur geti skráð sig fyrir 500 króna eða 1.000 króna framlagi á mánuði og sé stefnt að því að safna sem nemur tveimur milljónum króna á mánuði. Náist að fjármagna reksturinn mun fréttavefurinn taka til starfa á ný í haust.