Evrópski hlutabréfamarkaðurinn InterContintenalExchange (ICE) hefur keypt rekstrarfélag kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE Euronext). Kaupverðið er 33,12 dalir á hlut, jafnvirði 8,2 milljarða dala, jafnvirði eitt þúsund milljarða íslenskra króna. Þetta er 37,7% yfir markaðsvirði. Kaupverðið verður reitt fram með blöndu af reiðufé og hlutabréfum í ICE.

Horft er til þess að markaðirnir renni saman í eina samsteypu sem höndli jafnt með hrávöru, landbúnaðarbúnaðarvörur og framvirka samninga.

Fram kemur í tilkynningu um viðskiptin sem birt er á vef bandaríska dagblaðsins USA Today, að vörumerki NYSE Euronext verði haldið á lofti.