*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 24. júlí 2019 09:48

Búin að tryggja 100 milljónir dollara

„Fyrstu sex mánuðina ger­um við ráð fyr­ir 25 millj­óna dala fram­lagi til fé­lags­ins, eða rúm­um þrem­ur millj­örðum króna."

Ritstjórn
epa

Michelle Ballarin, sem keypti nýverið allar eignir WOW air úr þrotabúi félagsins segir það tryggt að hún ásamt fjárfestum muni uppfylla öll skilyrði þannig að WOW verði að meirihluta í íslenskri eigu.

Í Morgunblaðinu í dag ræðir hún um fyr­ir­ætlan­ir sín­ar um end­ur­reisn fé­lags­ins og seg­ir að ásamt fjár­fest­um sé hún búin að tryggja allt að 100 millj­ón­ir doll­ara til rekst­urs­ins.

„Fyrstu sex mánuðina ger­um við ráð fyr­ir 25 millj­óna dala fram­lagi til fé­lags­ins, eða rúm­um þrem­ur millj­örðum króna. Það er bara eitt sem við vilj­um tryggja: að það skorti ekki fé.“