Verðbréfafyrirtækið CAIB Securities hefur hækkað verðmat sitt á pólska símafyrirtækinu Netia, sem er að hluta til í eigu fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, og mælir með kaupum í fyrirtækinu.

Fyrirtækið segir ástæðuna vera væntingar um að Novator muni auka hlut sinn í Netia á næstunni, en gengi bréfa félagins hefur lækkað þar sem afkoman hefur verið undir væntingum greiningaraðila.

Verðmat CAIB Securities er 5,05 pólskir zloty.

Novator á 23% hlut í Netia og fyrirtækið sagði í byrjun árs að Novator hefði áhuga á að auka hlutinn í 33% mínus einn hlut til að forðast yfirtökuskyldu. Samkeppnisyfirvöld í Póllandi gætu þurft að gefa leyfi fyrir því að Novator eignist allt að 33% hlut í Netia.

Novator á 70% hlut í farsímaarmi Netia, P4.