Stjórn Kaupþings ákvað, nokkrum dögum fyrir gjaldþrot bankans, að fella niður skuldir starfsmanna við bankann vegna hlutabréfakaupa. Ákvörðunin var ekki tilkynnt Kauphöll. Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, segir að stjórnvöldum hafi nýlega borist frétt af þessari ákvörðun stjórnar Kaupþings til eyrna.

Sú ákvörðun hafi hins vegar enga staðfestingu hlotið af hálfu stjórnvalda og þau hafi á engan hátt ákveðið að fallast á slíka niðurfellingu skulda starfsmanna bankans. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var þessi ákvörðun stjórnarinnar helsta ástæða þess að leitað var út fyrir raðir stjórnenda Kaupþings þegar ráðinn var bankastjóri endurreists banka. Litlar líkur eru taldar á að ákvörðunin verði látin standa.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .