Aðalfund KB banka hf. verður haldinn kl. 17 í dag í Borgarleikhúsinu og verður lögð fyrir fundinn tillaga um nafnbreytingu fyrirtækisins. Samkvæmt tillögunni verður nýtt nafn félagsins Kaupþing banki hf. Þar með heyrir nafn Búnaðarbankans endanlega sögunni til og má taka þetta til marks um að fremur hafi verið um yfirtöku að ræða en sameiningu þegar Búnaðarbankinn og KB banki runnu saman fyrir þremur árum.

Síðasta nafnbreyting fyrirtækisins var gerð um áramótin 2003-2004 eða fyrir rétt rúmu ári en þá var nafni þess breytt úr Kaupþing Búnaðarbanki í KB banki.

Hið nýja nafn bankans er í samræmi við nafn það sem bankinn starfar undir erlendis en það er Kaupthing Bank. Það nafn er nú aftur komið heim.