Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði að um 20 mánuðir væru liðnir frá því að húsleit var gerð í húsakynnum Samherja vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á viðskiptum Samherja. Þeirri rannsókn beinist meðal annars að því hvort fyrirtækið hafi brotið reglur um skilaskyldu á gjaldeyri þegar fyrirtækið átti að hafa selt fisk á undiverði til tengdra fyrirtækja erlendis.

Hann sagði málið vera tilbúning og að búið sé verið að leita leiða til að finna eitthvað gegn fyrirtækinu. Þetta kom fram í þættinum ,,Á Sprengisandi" á Bylgjunni í morgun.

Þorsteinn segir að frá því að farið var í þessa húsleit hafi hann ekki fengið að vita hvað hann hafi átt að hafa gert rangt. Hann telur sig hafa verið hálf varnarlausan og hálf réttlaus gagnvart bankanum í þessu máli.