Breski tískuvöruframleiðandinn Burberry tilkynnti í dag að hagnaðurinn frá byrjun mars til loka ágúst hefði numið 118 milljónum punda, eða um 21 milljarði króna.

Er þetta um 50% hækkun, en félagið hagnaðist um 78,4 milljónir punda á sama tíma í fyrra.  Aukinn hagnaður skýrist að aukinni sölu á leðurtöskum fyrirtækisins og aukinni sölu erlendis.

Burberry rekur 164 búðir í 28 löndum og auk þess sem reknar eru 171 búð með undir vörumerki fyrirtækisins.