Enn hefur ekki orðið af fyrirhuguðum fundi þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna með George W. Bush, bandaríkjaforseta, en til stóð að fundurinn yrði haldinn í maí síðastliðnum, segir í frétt Dow Jones.

Talsmaður Hvíta Hússins, Tony Snow, segir að fundurinn sé ekki á dagskrá á næstunni, en að ekki hafi verið hætt við hann. Snow segir mikinn misskilning hafa verið í kring um fundinn, en utanaðkomandi aðstæður valdi því að ekki hefur orðið af honum, segir í fréttinni.

?Bush er ekki að reyna að forðast að ræða við fulltrúa fyrirtækjanna, fyrirtækin eru mikilvægur hluti af efnahag Bandaríkjanna," sagði Snow.

Vænst er fyrirtækin þrjú, Ford, General Motors og DaimlerChrysler AG muni ræða um eldsneytismál, stóraukinn kostnaðar vegna heilbrigðismála, innflutning bifreiða frá Japan og afstöðu Hvíta Hússins til orkumála, segir í fréttinni.

Fulltrúar fyrirtækjanna hafa þegar rætt við fulltrúa þingsins á undanförnum mánuðum, meðal annars um nýtingu etanóls í bifreiðaeldsneyti, en Bush hefur áður bent á mikilvægi þess að auka við etanól-notkun á bifreiðar.

Bílaframleiðendurnir hafa þegar aukið við framleiðslu bifreiða sem ganga fyrir etanóli í bland við olíu, en enn sem komið er eru þó ákaflega lítið um framboð á etanóli á bensínstöðvum landsins og bentir fátt til þess að Bush muni þrýsta á olíufyrirtækin til að auka við framleiðslu etanóls, segir í fréttinni.