George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, heitir nú fjármálamörkuðum auknum stuðningi.

Á fréttavef Telegraph er haft eftir Bush að hann skilji áhyggjur manna af slæmum horfum í efnahagsmálum. Markaðir héldu áfram óstöðugleika og mikilvægt væri að grípa til aðgerða til þess að mæta þessum vandamálum.

Ummæli Bush komu eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna tilkynnti um 55 milljarða bandaríkjadala, innspýtingu á markaði. Ummælin eru einnig þau fyrstu sem Bush lætur falla um markaðsaðstæður eftir að Seðlabankinn neyddist til þess að bjarga tryggingarisanum AIG frá gjaldþroti, með 85 milljarða bandaríkjadala, láni.

Orð Bush höfðu jákvæð áhrif á viðskipti fyrri part dags og vöktu með fjárfestum vonir um aðgerðir stjórnvalda.