Jeb Bush, bróðir fyrrverandi bandaríkjaforsetans George W Bush og sonur fyrrverandi forsetans George Bush eldri, mun tilkynna um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í dag.

Rick Perry, repúblíkani og fyrrum fylkisstjóri Texas tilkynnti um framboð sitt á fimmtudaginn, sama dag og Bush gaf til kynna á Twitter að hann myndi tilkynna um framboð sitt í dag.

Talið er að Bush sem er 62 ára muni tilkynna í ræðu við Miami Dade College háskólann.

Það eru um það bil 16 repúblíkanar í framboði, allir þeirra nema fimm eru með um það bil 10% fylgi samkvæmt Quinnipiac University Polling Institute.

Hillary Clinton er talin líklegasti aðal frambjóðandi demókrataflokksins en enginn annar frambjóðandi flokksins kemst nálægt henni í fylgi.