Tap af rekstri Byggðastofnunar nam 528 milljónum króna í fyrra samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Árið áður var tapið 179 milljónir króna og sl. 5 ár hefur aðeins einu sinni verið lítilsháttar hagnaður af rekstri stofnunarinnar.

Samanlagt hefur stofnunin tapað tæpum 1,4 milljörðum króna á sl. 5 árum, á verðlagi hvers árs.

Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var 2,8% um síðustu áramót en var 14,2% ári fyrr, samkvæmt nýbirtum reikningi.

Lögbundið lágmark er 8% og er eiginfjárhlutfallið því komið undir lágmarkið. Í tilkynningu frá Byggðastofnun til Kauphallarinnar segir að lækkun eiginfjárhlutfallsins skýrist af tvöföldun efnahagsreikningi stofnunarinnar, en 75% af útlánasafni hennar sé í erlendri mynt.