Hafnar eru framkvæmdir við nýja 420 fermetra verslun Samkaupa á Bifröst, sem áformað er opna næsta vor og mun leysa af hólmi 70 fermetra verslun Samkaupa á staðnum, samkvæmt tilkynningu frá Háskólanum á Bifröst.

Hönnuður byggingarinnar er Steve Christer. Hann starfar hjá fyrirtækinu Studio Granda, sem hefur á undanförnum árum hannað skólahús og rannsóknarsetur fyrir háskólann.

Stjórn háskólans hefur samþykkt tillögu Runólfs Ágústssonar rektors um stofnun sértaks hlutafélags til undirbúnings byggingar hótels á Bifröst, en viðræður skólans við rekstraraðila Kaffi Bifrastar og fjármögnunaraðila hafa að undanförnu staðið yfir á gundvelli hugmynda Valdimars Harðarsonar hjá ASK arkitektum. Væntalegt hótel á að sinna þörfum háskólans fyrir aðstöðu fyrir fjarnema, símenntun og ráðstefnur og er stefnt að því að það geti opnað árið 2008.

Einnig er 48 íbúða fjölbýlishús í byggingu á vegum Nemendagarða Háskólans á Bifröst sem áformað er að taka að hluta í notkun í febrúar. Það hús er hannað af Pálmari Kristmundssyni hjá PK arkitekum og mun bæta úr skorti á íbúðum fyrir fjölskyldufólk á Bifröst.

Íbúar á Bifröst eru nú um 800 og þeim fer stöðugt fjölgandi, segir í tilkynningunni.