Norvik, eignarhaldsfélag BYKO, hefur samþykkt að kaupa bresku timburheildsöluna Continental Wood Products Limited, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Kaupverðið fékkst ekki gefið upp en fyrirtækið markaðsetur timbur að vermæti um 30 milljónir punda árlega, sem samsvarar um 3,4 milljörðum íslenskra króna.

Norvik keypti breska félagið Wayland Timber Products Ltd. í nóvember í fyrra. Brynja Halldórsdóttir, fjármálastjóri Norvikur, sagði í samtali við blaðamann Viðskiptablaðsins að það sé ekki komið á hreint hvort að félögin tvö muni renna saman en að líkur séu á því að ?það verði rekstraleg tenging þarna á milli."

Íslandsbanki veitti ráðgjöf við kaupin en Brynja vildi ekki tjá sig um hvernig þau eru fjármögnuð.

Continental Wood er einn af stærstu timburinnflytjendum í Bretlandi og er með skip í kaupleigu til innflutnings frá Eistlandi og Lettlandi. Fyrirtækið rekur einnig höfn í Creeksea, við upptök Crouch-fljótsins í austur London. Starfsmenn Continental Wood eru um 60 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins í Westerham í Kent.