Byr sparisjóður hefur ráðið til sín þrettán nýja starfsmenn frá SPRON og Sparisjóðabankanum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Byr en þeir starfsmenn sem áður unnu hjá  SPRON veita viðskiptavinum í útibúum Byrs þjónustu en starfsmenn frá Sparisjóðabankanum sinna verkefnum er varða erlenda greiðslumiðlun og fjárstýringu.

Nýir starfsmenn í útibúum Byrs sparisjóðs eru:

Ýlfa Proppé Einarsdóttir . Ýlfa er nýr  þjónustustjóri hjá Byr sparisjóði í Hraunbæ. Ýlfa starfaði á í 10 ár hjá Spron, síðast sem þjónustustjóri í útibúi sjóðsins í Spönginni.

Anna Á. K. Hjartardóttir . Anna Ásta starfar sem ráðgjafi hjá Byr sparisjóði í Borgartúni. Hún starfaði hjá Spron í 25 ár, m.a. sem þjónustustjóri, sérfræðingur á markaðssviði og síðustu árin sem þjónustufulltrúi á Skólavörðustíg.

Gréta Kjartansdóttir . Gréta er nýr ráðgjafi einstaklinga hjá Byr sparisjóði í Borgartúni. Hún vann hjá SPRON í 30 ár, lengst af á Skólavörðustíg sem þjónustufulltrúi en síðustu fjögur ár í útibúinu á Seltjarnarnesi.

Jónína Pálsdóttir . Jónína hefur verið ráðin sem gjaldkeri hjá Byr sparisjóði í Hraunbæ og tekur til starfa innan skamms. Hún vann hjá SPRON í 19 ár, síðast sem.

Nýir starfsmenn í erlendri greiðslumiðlun Byrs sparisjóðs eru:

Linda Ýr Ægisdóttir . Linda starfaði hjá Sparisjóðabankanum í tæp sex ár en hefur einnig starfað hjá SPRON.

Þórhildur Gylfadóttir . Þórhildur starfaði hjá Sparisjóðabankanum í 13 ár, aðallega í símgreiðsludeild en einnig í bakvinnslu bankans.

Andrea Jónsdóttir . Andrea starfaði við greiðslumiðlun hjá Sparisjóðabankanum frá árinu 2007.

Bára Erlingsdóttir . Bára starfaði hjá Sparisjóðabankanum í 8 ár, við ábyrgðir og erlendar greiðslur.  Hún hafði áður starfað í 15 ár sem þjónustufulltrúi hjá Búnaðarbanka Íslands.

Arna Björk Þórðardóttir . Arna starfaði við erlendar greiðslur hjá Sparisjóðabankanum í rúm 8 ár.

Anna Hilda Guðbjörnsdóttir . Anna Hilda starfaði hjá Sparisjóðabankanum í tæp 11 ár, aðallega í erlendum greiðslum, nú síðast sem forstöðumaður.

Oddur Rúnar Oddsson . Oddur starfaði hjá Sparisjóðabankanum í 12 ár í ýmsum málum sem öll tengdust erlendum viðskiptum.  Hann vann lengst af sem verkefnisstjóri að ýmsum kerfislausnum.

Nýr starfsmaður í fjárstýringu Byrs sparisjóðs:

Einar Sigursteinn Bergþórsson . Einar starfaði í 3 ár í fjárstýringu Sparisjóðabankans. Fyrst í stöðu sérfræðings í gjaldeyris- og afleiðumiðlun, svo sem forstöðumaður millibankaborðs.

Nýr starfsmaður í fjárstýringu og greiðslumiðlun Byrs sparisjóðs:

Sandra Dögg Pálsdóttir . Sandra starfaði frá árinu 2002 í Sparisjóðabankanum en hafði þar áður starfað m.a. hjá Sparisjóði Kópavogs og Landsbanka Íslands.