David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og formaður íhaldsflokksins, segir í viðtali við The Telegraph að hann hefði viljað læra fleiri tungumál. Þetta er meðal svara hans við nokkrum spurningum en allir leiðtogar flokkana svöruðu sömu spurningunum. Bretar ganga að kjörborðinu þann 7. maí næstkomandi. Cameron segir það jafnframt vera erfiðasta verkefnið sem forsætisráðherra að taka ákvörðun um að senda hermenn á átakasvæði og hitta fjölskyldur látinna hermanna.

Þegar stjórnmálaleiðtogarnir voru spurðir hverju þeir myndu breyta við sjálfa sig ef þeir gætu það voru sum svörin skrautleg. Ed Miliband, leiðtogi Verkamannflokksins, sagðist vilja eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni á meðan Leanne Wood, leiðtogi Velska þjóðarflokksins, sagðist helst vilja kunna að elda. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagðist aftur á móti vera hræddur við hunda en óskaði að svo væri ekki. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins, sagðist vera of þolinmóður og tryggur. Hann sagðist oft treysta fólki of mikið sem ætti það ekki skilið.

Hér má sjá svörin við spurningunum sjö.